Óskarsverðlaunin

Óskarsverðlaunin

Fréttir af Óskarsverðlaunahátíðinni í Los Angeles.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Þetta eru sigur­vegarar Óskarsins 2023

Kvikmyndin Everything, Everywhere All At Once er ótvíræður sigurvegari Óskarsverðlaunahátíðarinnar 2023. Myndin hreppti sjö verðlaun, meðal annars fyrir bestu leikkonu í aðalhlutverki, leikstjórn og sem besta mynd. Þýska stríðsmyndin All Quiet on the Western Front kom næst á eftir með fern verðlaun.

Lífið
Fréttamynd

Sara vann ekki Óskarsverðlaun

Sara Gunnarsdóttir vann ekki Óskarsverðlaun fyrir teiknaða stuttmynd sína, My Year of Dicks. Teiknimyndin The Boy, the Mole, the Fox and the Horse hreppti þess í stað verðlaunin.

Lífið
Fréttamynd

Óskarsvaktin 2023

Óskarsverðlaunin fara fram í kvöld í Dolby leikhúsinu þar sem allar skærustu stjörnur kvikmyndaheimsins koma saman og vonast eftir því að fara heim með gullstyttu. Dóra Júlía og Kristín Ólafsdóttir ætla að halda uppi vaktinni í nótt og fara með lesendum í gegnum rauða dregilinn og hátíðina. Dröfn Ösp Snorradóttir-Rozas er svo að lýsa hátíðinni í beinni á Stöð 2. 

Lífið
Fréttamynd

Hita upp fyrir Óskars­verð­launin

Dóra Júlía Agnarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir ætla að fylgja lesendum Vísis í gegnum Óskarinn á sunnudaginn. Þær, ásamt Samúel Karli Ólasyni, þjófstörtuðu gleðinni með stórskemmtilegum upphitunarþætti sem sjá má hér að neðan.

Lífið
Fréttamynd

Ætlar að tala al­menni­lega um löðrunginn

Það vakti gífurlega athygli þegar leikarinn Will Smith löðrungaði grínistann Chris Rock í beinni útsendingu á Óskarsverðlaunahátíðinni í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá Netflix mun Rock tala almennilega um löðrunginn í nýju uppistandi sínu.

Lífið
Fréttamynd

Ri­hanna syngur á Óskarnum

Söngkonan Rihanna kemur fram á Óskarnum 12. mars næstkomandi. Hún mun fylgja eftir stórbrotna hálfleiksatriði sínu á Ofurskálinni, þar sem hún sló í gegn.

Lífið
Fréttamynd

Hræðilegur hluti af starfinu

Á hverju ári fer kvikmyndagerðarfólk í miklar herferðir þegar líða fer að verðlaunahátíðum. Emma Thompson er þó ekki hrifin af þessu og segir slíkar herferðir vera „hræðilegar.“

Lífið
Fréttamynd

Burt Bacharach látinn

Bandaríski tónlistarmaðurinn og Óskarsverðlaunahafinn Burt Freeman Bacharach er látinn, 94 ára að aldri. 

Lífið
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.