Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 15. október 2025 08:30 Ísland stendur almennt framarlega í jafnréttismálum. Þegar kemur að þátttöku kvenna í stjórnum fyrirtækja og framkvæmdastjórnum segir Dr. Gunnar Gunnarsson yfirmaður greiningar og ráðgjafar hjá Creditinfo tölfræðina hinsvegar sláandi. Anton Brink Ísland hefur í sextán ár skipað efsta sæti á lista Alþjóðaefnahagsráðsins yfir jafnrétti kynjanna. Ísland var jafnframt annað landið í heiminum til að festa í lög að hvorki mætti halla á konur né karla í stjórnum stórra fyrirtækja um meira en 40%. Lögin voru samþykkt 2010 og komu til framkvæmda 2013. Þau leiddu strax til aukinnar þátttöku kvenna í stjórnum. Engu að síður segir Dr. Gunnar Gunnarsson, yfirmaður greiningar og ráðgjafar hjá Creditinfo að af árangri laganna sé „sorglega lítið að frétta.“ Konur 14% framkvæmdastjóra í stærstu fyrirtækjum landsins „Hugmyndin með lögum um jafnari kynjahlutföll var að fjölbreyttar stjórnir myndu leiða til fjölbreyttari framkvæmdastjórna og breiðari breytinga í atvinnulífinu. Sú þróun hefur ekki orðið. Aðeins eru um 14% stjórnenda í stærstu fyrirtækjum landsins konur, á meðan hlutfallið er nær 19% í litlum fyrirtækjum. Þetta er sláandi þegar við horfum í tölurnar, að hlutfall kvenna í framkvæmdastjórnum hafi hækkað um innan við prósentustig á ári síðustu 15 ár. Það er algjör stöðnun,“ segir Gunnar. Þróun jafnara hlutfalls kvenkyns framkvæmdastjóra fyririrtækja á lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki er hæg Þann 30. október næstkomandi verður tilkynnt um hvaða fyrirtæki eru á meðal Framúrskarandi fyrirtækja árið 2025. Creditinfo og Sýn hafa tekið höndum saman um kynningu á verkefninu til þriggja ára en listinn verður gerður opinber á sérstökum vef á Vísi í október. Þegar litið er til kynjahlutfalla stjórnenda Framúrskarandi fyrirtækja sérstaklega þá sést að hlutfall kvenna þeirra á meðal er enn lægra eða 12.9%. „Því miður höfum við ekki séð miklar breytingar á hlutfalli kvenna á meðal stjórnenda Framúrskarandi fyrirtækja síðastliðin ár en það er í takt við þróunina hjá flestum fyrirtækjum.“ Konur í öllum æðstu embættum þjóðarinnar: „Er þetta ekki bara komið?“ Fyrrnefndur listi Alþjóðaefnahagsráðsins yfir jafnrétti kynjanna tekur fyrir stöðu og þróun jafnréttis kynja í 148 löndum þegar kemur að atvinnutækifærum, menntunartækifærum, heilbrigðismálum og stjórnmálaþátttöku. Heildarskor Íslands er 92,6%, eina landið í heiminum sem nær yfir 90 prósentustigum. Konur gegna í dag mörgum af æðstu embættum þjóðarinnar; þær eru forseti, forsætisráðherra, biskup, ríkislögreglustjóri og leiðtogar allra þriggja stjórnarflokkanna. Er þetta ekki bara komið eða skapar þessi sýnileiki bara þá tilfinningu að jafnrétti sé náð? „Það verður óneitanlega erfiðara að tala um að kynjahalli sé vandamál í atvinnulífinu þegar margar konur eru svo sýnilegar á opinberum vettvangi, en við vísum í gögnin og bendum á stöðuna í tölum og þær eru sláandi. Þegar talað er um hvort þetta sé ekki bara komið höfum við rýnt í nýráðningar og þar hreyfist nálin ekki heldur. Þegar nýr framkvæmdastjóri er ráðinn eru yfirgnæfandi líkur á að það sé karl,“ segir Gunnar. Fjölbreytileiki skilar sér í árangri Þessa ríku tilhneigingu til að skipa karla í stjórnir fyrirtækja segir Gunnar erfitt að útskýra. Gögn Creditinfo sýna t.a.m að vanskil eru minni hjá fyrirtækjum með blandaðar stjórnir. Sama gildi þegar framkvæmdastjórinn er kona. „Almennt fara konur sjaldnar í vanskil en karlar. Munurinn er ekki stór í prósentum en tölfræðilega afgerandi. Þetta ætti að vera rannsóknarefni fyrir háskóla. Ef þetta tengist minni áhættusækni, þá væri gagnlegt að skilja það betur.“ Að sama skapi segir Gunnar fjölbreytileika í stjórnum og meiri breidd að vera hagkvæm: „Helmingur viðskiptavina eru konur. Það er eðlilegt að hafa fulltrúa þessa hóps í stjórn fyrirtækis. Þetta ætti að vera sjálfgefið. En það er erfitt að setja fingur á hvar vandinn liggur. Liggur hann í viðhorfum stjórnenda, í orðalagi atvinnuauglýsinga eða hjá umsækjendum sjálfum? Rannsóknir hafa sýnt að kynin lesa atvinnuauglýsingar á ólíkan hátt. Konur líta oft á skilyrðin sem sett eru fram sem ófrávíkjanleg, á meðan karlar sækja um þó þeir uppfylli aðeins hluta þeirra,“ segir Gunnar Gunnar segir rannsóknir sýna að fyrirtæki þar sem framkvæmdastjórinn er kona fari síður í vanskil Arftakaáætlun gæti skilað meðvitaðri niðurstöðum Gunnar segir frekari löggjöf ekki endilega svarið. Mögulega megi fara aðrar leiðir til að jafna kynjahlutfall. Tillögur hafa meðal annars komið fram um svokallaðar arftakaáætlanir. „Mér finnst það áhugaverð nálgun, að fyrirtækin þjálfi markvisst upp arftaka innan sinna raða sem taki við þegar forstjóri eða framkvæmdastjóri hættir, í stað þess að fara í ráðningaferli þar sem það virðist leiða okkur alltaf aftur að karlkyns forstjórum. Með arftakaáætlun mætti gera þetta meira meðvitað. En ég er alls ekki með lausnina á þessum málum,“ segir Gunnar. Gögnin gætu gert Ísland leiðarljós annarra landa Gögn Creditinfo ná til allra fyrirtækja, stórra sem smárra, ólíkt erlendum rannsóknum sem byggja yfirleitt aðeins á skráðum félögum í kauphöll. Þetta segir Gunnar ákveðna sérstöðu sem aðrar þjóðir gætu haft gagn af. „Erlendar rannsóknir á stöðu kynjanna í stjórnum fyrirtækja ná eingöngu til stórra skipulagheilda sem haga sér ekki eins og hið almenna fyrirtæki og forstjórinn hefur minni áhrif. Það er því ekki endilega hægt að sjá í fljótu bragði hvar við stöndum í samanburði við önnur lönd því flest íslensk fyrirtæki eru pínulítil. Gögnin okkar ná aftur á móti yfir öll fyrirtækin í landinu. Við eigum öll fjárhagsgögn og vanskilaupplýsingar og getum gert ýtarlegar greiningar á ólíkum þáttum allra fyrirtækja. Ísland gæti þess vegna orðið leiðarljós fyrir aðrar þjóðir í þessum rannsóknum.“ Enginn að tala um að reka karla En af hverju hafa lögin ekki haft meiri áhrif en raun ber vitni? Af hverju er nýliðun kvenna í æðstu stjórnendastöður svo hæg? Gunnar ítrekar að enn vanti svör. „Búið er að stofna rannsóknasetur um jafnrétti í efnahags- og atvinnulífi við Háskóla Íslands svo það er ljóst að verið er að rannsaka þetta og við hjá Creditinfo erum virkir þátttakendur í því starfi," segir hann og ítrekar að með rannsóknum sé ekki vegið að rétti karla. „Umræða um lagasetningar og kynjakvóta geta verið viðkvæmar en það er enginn að tala um að reka karla og ráða konur í staðinn. En það er heldur ekki raunhæft í nýráðningum að hæfasta fólkið sé alltaf karlkyns. Við eigum nóg af menntuðum konum. Spurningin er af hverju þær ná ekki inn í þessar stöður. Þetta er verðugt rannsóknarefni og háskólar ættu skoða hvaða hindranir liggja raunverulega fyrir. Það er ekki hægt að segja að þetta sé allt að koma. Gögnin sýna annað,“ segir Gunnar. Þessi grein er hluti af samstarfi Sýnar og Creditinfo um Framúrskarandi fyrirtæki Jafnréttismál Framúrskarandi fyrirtæki 2025 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Brim hlaut sjálfbærnisverðlaunin Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Sjá meira
Lögin voru samþykkt 2010 og komu til framkvæmda 2013. Þau leiddu strax til aukinnar þátttöku kvenna í stjórnum. Engu að síður segir Dr. Gunnar Gunnarsson, yfirmaður greiningar og ráðgjafar hjá Creditinfo að af árangri laganna sé „sorglega lítið að frétta.“ Konur 14% framkvæmdastjóra í stærstu fyrirtækjum landsins „Hugmyndin með lögum um jafnari kynjahlutföll var að fjölbreyttar stjórnir myndu leiða til fjölbreyttari framkvæmdastjórna og breiðari breytinga í atvinnulífinu. Sú þróun hefur ekki orðið. Aðeins eru um 14% stjórnenda í stærstu fyrirtækjum landsins konur, á meðan hlutfallið er nær 19% í litlum fyrirtækjum. Þetta er sláandi þegar við horfum í tölurnar, að hlutfall kvenna í framkvæmdastjórnum hafi hækkað um innan við prósentustig á ári síðustu 15 ár. Það er algjör stöðnun,“ segir Gunnar. Þróun jafnara hlutfalls kvenkyns framkvæmdastjóra fyririrtækja á lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki er hæg Þann 30. október næstkomandi verður tilkynnt um hvaða fyrirtæki eru á meðal Framúrskarandi fyrirtækja árið 2025. Creditinfo og Sýn hafa tekið höndum saman um kynningu á verkefninu til þriggja ára en listinn verður gerður opinber á sérstökum vef á Vísi í október. Þegar litið er til kynjahlutfalla stjórnenda Framúrskarandi fyrirtækja sérstaklega þá sést að hlutfall kvenna þeirra á meðal er enn lægra eða 12.9%. „Því miður höfum við ekki séð miklar breytingar á hlutfalli kvenna á meðal stjórnenda Framúrskarandi fyrirtækja síðastliðin ár en það er í takt við þróunina hjá flestum fyrirtækjum.“ Konur í öllum æðstu embættum þjóðarinnar: „Er þetta ekki bara komið?“ Fyrrnefndur listi Alþjóðaefnahagsráðsins yfir jafnrétti kynjanna tekur fyrir stöðu og þróun jafnréttis kynja í 148 löndum þegar kemur að atvinnutækifærum, menntunartækifærum, heilbrigðismálum og stjórnmálaþátttöku. Heildarskor Íslands er 92,6%, eina landið í heiminum sem nær yfir 90 prósentustigum. Konur gegna í dag mörgum af æðstu embættum þjóðarinnar; þær eru forseti, forsætisráðherra, biskup, ríkislögreglustjóri og leiðtogar allra þriggja stjórnarflokkanna. Er þetta ekki bara komið eða skapar þessi sýnileiki bara þá tilfinningu að jafnrétti sé náð? „Það verður óneitanlega erfiðara að tala um að kynjahalli sé vandamál í atvinnulífinu þegar margar konur eru svo sýnilegar á opinberum vettvangi, en við vísum í gögnin og bendum á stöðuna í tölum og þær eru sláandi. Þegar talað er um hvort þetta sé ekki bara komið höfum við rýnt í nýráðningar og þar hreyfist nálin ekki heldur. Þegar nýr framkvæmdastjóri er ráðinn eru yfirgnæfandi líkur á að það sé karl,“ segir Gunnar. Fjölbreytileiki skilar sér í árangri Þessa ríku tilhneigingu til að skipa karla í stjórnir fyrirtækja segir Gunnar erfitt að útskýra. Gögn Creditinfo sýna t.a.m að vanskil eru minni hjá fyrirtækjum með blandaðar stjórnir. Sama gildi þegar framkvæmdastjórinn er kona. „Almennt fara konur sjaldnar í vanskil en karlar. Munurinn er ekki stór í prósentum en tölfræðilega afgerandi. Þetta ætti að vera rannsóknarefni fyrir háskóla. Ef þetta tengist minni áhættusækni, þá væri gagnlegt að skilja það betur.“ Að sama skapi segir Gunnar fjölbreytileika í stjórnum og meiri breidd að vera hagkvæm: „Helmingur viðskiptavina eru konur. Það er eðlilegt að hafa fulltrúa þessa hóps í stjórn fyrirtækis. Þetta ætti að vera sjálfgefið. En það er erfitt að setja fingur á hvar vandinn liggur. Liggur hann í viðhorfum stjórnenda, í orðalagi atvinnuauglýsinga eða hjá umsækjendum sjálfum? Rannsóknir hafa sýnt að kynin lesa atvinnuauglýsingar á ólíkan hátt. Konur líta oft á skilyrðin sem sett eru fram sem ófrávíkjanleg, á meðan karlar sækja um þó þeir uppfylli aðeins hluta þeirra,“ segir Gunnar Gunnar segir rannsóknir sýna að fyrirtæki þar sem framkvæmdastjórinn er kona fari síður í vanskil Arftakaáætlun gæti skilað meðvitaðri niðurstöðum Gunnar segir frekari löggjöf ekki endilega svarið. Mögulega megi fara aðrar leiðir til að jafna kynjahlutfall. Tillögur hafa meðal annars komið fram um svokallaðar arftakaáætlanir. „Mér finnst það áhugaverð nálgun, að fyrirtækin þjálfi markvisst upp arftaka innan sinna raða sem taki við þegar forstjóri eða framkvæmdastjóri hættir, í stað þess að fara í ráðningaferli þar sem það virðist leiða okkur alltaf aftur að karlkyns forstjórum. Með arftakaáætlun mætti gera þetta meira meðvitað. En ég er alls ekki með lausnina á þessum málum,“ segir Gunnar. Gögnin gætu gert Ísland leiðarljós annarra landa Gögn Creditinfo ná til allra fyrirtækja, stórra sem smárra, ólíkt erlendum rannsóknum sem byggja yfirleitt aðeins á skráðum félögum í kauphöll. Þetta segir Gunnar ákveðna sérstöðu sem aðrar þjóðir gætu haft gagn af. „Erlendar rannsóknir á stöðu kynjanna í stjórnum fyrirtækja ná eingöngu til stórra skipulagheilda sem haga sér ekki eins og hið almenna fyrirtæki og forstjórinn hefur minni áhrif. Það er því ekki endilega hægt að sjá í fljótu bragði hvar við stöndum í samanburði við önnur lönd því flest íslensk fyrirtæki eru pínulítil. Gögnin okkar ná aftur á móti yfir öll fyrirtækin í landinu. Við eigum öll fjárhagsgögn og vanskilaupplýsingar og getum gert ýtarlegar greiningar á ólíkum þáttum allra fyrirtækja. Ísland gæti þess vegna orðið leiðarljós fyrir aðrar þjóðir í þessum rannsóknum.“ Enginn að tala um að reka karla En af hverju hafa lögin ekki haft meiri áhrif en raun ber vitni? Af hverju er nýliðun kvenna í æðstu stjórnendastöður svo hæg? Gunnar ítrekar að enn vanti svör. „Búið er að stofna rannsóknasetur um jafnrétti í efnahags- og atvinnulífi við Háskóla Íslands svo það er ljóst að verið er að rannsaka þetta og við hjá Creditinfo erum virkir þátttakendur í því starfi," segir hann og ítrekar að með rannsóknum sé ekki vegið að rétti karla. „Umræða um lagasetningar og kynjakvóta geta verið viðkvæmar en það er enginn að tala um að reka karla og ráða konur í staðinn. En það er heldur ekki raunhæft í nýráðningum að hæfasta fólkið sé alltaf karlkyns. Við eigum nóg af menntuðum konum. Spurningin er af hverju þær ná ekki inn í þessar stöður. Þetta er verðugt rannsóknarefni og háskólar ættu skoða hvaða hindranir liggja raunverulega fyrir. Það er ekki hægt að segja að þetta sé allt að koma. Gögnin sýna annað,“ segir Gunnar. Þessi grein er hluti af samstarfi Sýnar og Creditinfo um Framúrskarandi fyrirtæki
Jafnréttismál Framúrskarandi fyrirtæki 2025 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Brim hlaut sjálfbærnisverðlaunin Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Sjá meira