Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttamynd

Love & Death: Svik, harmur, ást og dauði

Fyrir skemmstu komu fyrstu þættir af Love & Death, nýrri þáttröð HBO, inn á streymisþjónustu Sjónvarps Símans. Ég læt HBO-þætti aldrei framhjá mér fara, enda er hún sú sjónvarpsstöð/streymisveita sem oftast er hægt að treysta til að framleiða gæðaefni. Því hikaði ég ekki við að hefja áhorf.

Gagnrýni
Fréttamynd

Blæja ritskoðuð vegna fitusmánunar

Ástralska fjölmiðlafyrirtækið ABC hefur ritskoðað og breytt þætti af Bluey til að bregðast við gagnrýni um fitusmánun. Í þættinum er fjölskyldan á salerninu og pabbi Blæju, eins og hún heitir á íslensku, er að bursta tennurnar og vigta sig.

Erlent
Fréttamynd

Kvikmyndarýni: Hrollvekjuveisla

Tvær töluvert ólíkar hrollvekjur eru nú sýndar í kvikmyndahúsum. Önnur er framleidd innan Hollywood-kerfisins, á meðan hin er framleidd innan evrópska styrkjakerfsins. Þetta eru Evil Dead Rise og Infinity Pool. 

Gagnrýni
Fréttamynd

Líður stundum eins og hann sé ekki alvöru manneskja

Haraldur Þorleifsson, betur þekktur sem Halli í Ueno, lét draum sinn rætast og lék í alþjóðlegri kvikmynd í síðustu viku. Hann segir leiklistina henta sér vel því oft líði honum eins og hann þurfi að leika sig í gegnum hversdaginn.

Lífið
Fréttamynd

Farsælir íslenskir tvíburar

Tvíburar hafa verið á margra vörum síðustu vikur eftir að sjónvarpsþættir Ragnhildar Steinunnar um tengsl og samfylgd tvíbura í gegnum lífið fór í loftið. Fjölmargar erlendar stjörnur eru tvíburar, má þar til dæmis nefna Elvis Presley, Scarlet Johansson, Vin Diesel, Gisele Bündchen, Ashton Kutcher og Kiefer Sutherland. Vísir tók saman lista yfir farsæla Íslendinga sem eru tvíburar.

Lífið
Fréttamynd

Beef: Hökkuð í spað

Ég fékk skilaboð frá vini mínum sem mælti með þáttunum Beef á Netflix, hann sagðist ekki hafa getað hætt og vakað til klukkan 3 um nótt að klára. Maður fær slík meðmæli ekki oft, því hóf ég áhorf.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Vinna að framhaldi Dodgeball

Vinna er hafin að framhaldi Dodgeball: A true underdog story, grínmyndarinnar vinsælu frá 2004. Vince Vaughn mun snúa aftur í aðalhlutverki myndarinnar og mun hann mögulega einnig framleiða hana.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Cor­d­en stimplaði sig út með hjart­næmum skila­boðum

Spjallþáttur breska þáttastjórnadans James Corden lauk göngu sinni í bandarísku sjónvarpi í gærkvöldi eftir átta ár á skjánum. Í þessum síðasta þætti kvaddi Corden áhorfendur, meðal annars aðstoð söngvarans Harry Styles og leikarans Will Ferrell og þá kom Joe Biden Bandaríkjaforseti sérstökum skilaboðum á framfæri.

Lífið
Fréttamynd

Sagði einn frægasta brandara Fóstbræðra í Succession

Jóhannes Haukur Jóhannesson fer með hlutverk í nýjustu seríunni af Succession, sem sýnd er á Stöð 2. Hann nýtti tækifærið í nýjasta þættinum og sagði einn þekktasta brandarann úr smiðju Fóstbræðra. Horfa má á atriðið neðar í fréttinni. Jóhannes segist aldrei hafa upplifað eins einstakt tökuferli og í HBO þáttunum vinsælu.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Rihanna fetar í fótspor Ladda

Barbadoska söngkonan Rihanna mun talsetja fyrir Strympu í nýrri mynd Paramount um Strumpana frá Strumpalandi. Hún fetar þar með í fótspor Katy Perry, Demi Lovato og Ladda sem talaði fyrir alla Strumpana í sjónvarpsþáttum um litlu bláu verurnar.

Lífið
Fréttamynd

Hugh Grant verður Úmpa-Lúmpa

Hugh Grant mun leika Úmpa-Lúmpa í myndinni Wonka sem kemur út í desember. Myndin segir frá ævintýrum sælgætisjöfursins Willy Wonka áður en hann opnaði sælgætisgerðina. Ungstirnið Timothee Chalamet fer með hlutverk Wonka í myndinni.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Hám­horfið: Á hvað eru ís­lenskar söng­konur að horfa?

Það kannast líklega flestir við það að hafa legið uppi í sófa og flett í gegnum Netflix í leit að góðum sjónvarpsþáttum, þegar allt í einu er liðinn klukkutími og þú hefur ekki enn fundið neitt. Ástæðan er ekki skortur á úrvali, síður en svo, heldur er framboðið svo mikið að það getur verið yfirþyrmandi.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Carri­e Brads­haw snýr aftur

Hinar vinsælu vinkonur Carrie, Miranda og Charlotte snúa aftur á skjáinn í júní í „spin-off“ þáttunum And Just Like That. HBO birti sýnishorn í dag þar sem má sjá nýjum vinum bregða fyrir - sem og gömlum kærasta.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Dragstjarnan „Dame Edna“ látin

Ástralski leikarinn Barry Humphries sem frægastur er sem dragstjarnan „Dame Edna Everage,“ sem hann lék í áratugi í sjónvarpi er látinn, 89 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Baldwin laus allra mála

Leikarinn Alec Baldwin verður ekki ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Baldwin skaut kvikmyndatökustjórann Halyna Hutchins til bana við tökur á myndinni Rust árið 2021.

Erlent