RAX Augnablik - Anna Marta í Mjóafirði

Árið 1995 fór Ragnar Axelsson ljósmyndari ásamt Jóni Kalman um Mjóafjörð á Austfjörðum. Mjóifjörður er afskertur staður sem lokast alveg á veturna. Þegar þeir keyrðu fram hjá Hesteyri hittu þeir Önnu Mörtu bónda þar á bæ sem var að basla við beljur sem nudduðu sér utan í girðingastaura. Þeir spyrðu hana hvort hún væri ekki til í að spjalla við þá, jú hún var til í það en bað þá um að hjálpa sér svolítið áður. „Við vorum alveg til í það og við bjuggumst nú við að það væri ekkert stórt í uppsiglingu en við vorum í girðingavinnu í hátt í tvo tíma að laga girðinguna eftir beljurnar“,segir RAX í nýjasta þættinum af RAX Augnablik.

22845
07:14

Vinsælt í flokknum RAX Augnablik