Veittu viðurkenningar í tilefni af Degi íslenskrar tónlistar

Gerður G. Bjarklind hlaut í dag heiðursverðlaun Samtóns á Degi íslenskrar tónlistar. Samtök rétthafa íslenskrar tónlistar veittu viðurkenningar í tilefni dagsins þeim sem þykja hafa skarað framúr í umfjöllun, dagskrárgerð, atfylgi og almennum stuðningi við íslenska tónlist. Bjarni Benediksson, fjármálaráðherra, hlaut hvatningarverðlaun samtakanna fyrir, að sögn samtakanna, að vera fyrsti ráðherra heims til að viðurkenna höfundarrétt íslenskra lagahöfunda til jafns við annan eignarétt.

128
00:57

Vinsælt í flokknum Fréttir