Betri helmingurinn með Ása - Magnús og Ingibjörg

Í þessum þætti átti ég stórskemmtilegt spjall við Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóra og hans betri helming, Ingibjörgu Ösp Stefánsdóttur. Það eru fáir íslendingar sem geta státað sig af því að hafa verið leikhússtjóri þriggja stórra leikhúsa landsins og í ofanálag útvarpsstjóri og hvað þá að hafa tekið við sínu fyrsta leikhúsi aðeins 31 árs gamall, en eins og Magnús segir sjálfur kviknaði leiklistarbakterían snemma en hann stofnaði sitt fyrsta leikhús 9 ára gamall og var strax þá farinn að taka starfinu sem leikhússtjóri mjög alvarlega. Ingibjörg er einnig viðriðin listaheiminn en hún er stjórnarformaður Hörpu ásamt því að vera forstöðumaður sam­keppn­is­hæfn­is­sviðs Sam­taka at­vinnu­lífs­ins. Magnús og Ingibjörg kynntust fyrst þegar Magnús var við störf á Akureyri en það var þó ekki fyrr en nokkru seinna sem þau byrja að stinga saman nefjum, Ingibjörg þá ennþá búsett á Akureyri en Magnús kominn til borgarinnar, nánar tiltekið í Borgarleikhúsið. Upp frá því voru hlutirnir fljótir að gerast hjá þeim og eignuðust þau tvo stráka saman en fyrir átti Ingibjörg þrjú börn. Þau segja sjáf að þau hafi líklegast haldið flugfélaginu á lofti þar sem þau bjuggu lengi á sitthvorum staðnum eða allt þar til þeirra yngsti sonur fæddist en má segja að þau hafi lent í allskonar ævintýrum út frá því þar á meðal alvöru “Home alone mómenti” og sendu ný til kominn tengdason í leikskólaútilegu með yngstu guttana. Í þessum þætti fórum við um víðann völl og ræddum meðal annars lífið í listaheiminum, sameiningu fjölskyldunar, mikilvægi þess að skapa öðruvísi minningar, brauðtertukeppni ásamt fullt af skemmtilegum sögum úr þeirra sambandstíð þar á meðal þegar Magnús fór þolinmóður með tengdamóður sinni yfir servéttusafnið hennar.

826
02:29

Vinsælt í flokknum Betri helmingurinn með Ása