Ómar Úlfur - Þungarokksþátturinn Stokkið í eldinn hefst á X-977
Þeir Smári Tarfur og Birkir Fjalar hafa allar fjörurnar sopið varðandi íslenskt þungarokk. Félagarnir vöktu verðskuldaða athygli í hlaðvarpinu Alltaf sama platan þar sem að þeir fóru yfir plötur AC/DC. Nú halda þeir út þungarokkshlaðvarpinu Stokkið í eldinn sem verður nú að vikulegum útvarpsþáttum á X-977 á fimmtudögum frá 20:00-22:00 samhliða því að halda áfram í hlaðvarpi. Stokkið í eldinn - Lífstré íslenska þungarokksins.