Aðstoð við ríki sem verst hafa farið í kórónuveirufaraldri

Forsætisráðherra Ítalíu segir Evrópusambandið verða að aðstoða þau ríki sem verst hafa farið út úr kórónuveirufaraldrinum með samstilltu og nægilegu átaki. Faraldurinn sé mesta prófraunin frá seinni heimsstyrjöldinni. Ítalía hefur ásamt fleiri ríkjum óskað eftir því að öll Evrópusambandsríkin deili skuldum sínum vegna kórónuveirunnar, ekki eru öll ríkin þó sammála um aðgerðirnar, sér í lagi hafa Hollendingar lýst yfir andstöðu gegn tillögunni.

5
00:44

Vinsælt í flokknum Fréttir