Betri helmingurinn með Ása - Sig­ríður Dögg Arn­ar­dótt­ir og Sæv­ar Eyj­ólfs­son

Í þessum þætti átti ég stórskemmtilegt og forvitnilegt spjall við kynfræðinginn Sigríði Dögg Arnarsdóttur, eða Siggu Dögg eins og hún er alltaf kölluð, og hennar betri helming Sævar Eyjólfsson. Sigga Dögg hefur verið áberandi í samfélaginu undanfarin ár og má segja að hún sé þekktasti og umtalaðisti kynfræðingur landsins en hún hefur algjöra ástríðu fyrir því að fræða fólk á öllum aldri um kynlíf og kynhegðun og er hún einmitt nú ásamt Sævari að reka fyrirtæki sem sérhæfir sig í kynfræðslu fyrir fólk á öllum aldri. Það má segja að Sigga Dögg og Sævar hafi kynnst ská í gegnum Tinder en voru þau bæði nýlega fráskilin þegar vinkona Siggu er að skrolla í gegnum Tinder og fær match frá Sævari. Sigga segist ekki hafa haft mikla trú á Tinder en kannaðist við Sævar frá fornu fari og var ekki lengi að grípa boltann og kalla “pant” enda Sævar búinn að raka sig og var ekki lengur á ófríða tímabilinu eins og Sigga dögg orðat það sjálf. Þau gengu í það heilaga á ansi skemmtilegan og öðruvísi hátt í New York nú á dögunum þar sem Dragdrottning gaf þau saman. Það var þó alltaf planið að halda brúðkaup heima á klakanum og var það einmitt haldið núna síðasta laugardag og óska ég þeim innilega til hamingju með það. Í þættinum fórum við svo sannarlega um víðan völl og ræddum meðal annars, minimalískan lífstíl og praktíkina við það að búa í húsbíl, hugmynd Sævars um að færa jólin fram í júní, leitinni að nektarströnd á Ítalíu, fjölskyldulífið og rómantíkina ásamt því að heyra fullt af skemmtilegum sögum úr þeirra sambandstíð þar á meðal þegar þau plönuðu að sofa saman í fyrsta skipti.

737
05:15

Vinsælt í flokknum Betri helmingurinn með Ása