Óvenjuleg útilistasýning í Síle
Íbúar í Santíagó í Síle hafa undanfarna daga fengið að njóta heldur óvenjulegrar útilistasýningar þar sem verk þekkra listamanna eru til sýnis. Meðal verka er uppblásin risavaxin önd eftir Florentjin Hofman, flennistórt viðartröll eftir Thomas Dambo og fjöldi steikra eggja eftir Henk Hofstra.