RAX Augnablik - Haförninn í Lofoten

Ragnari var boðið til Lofoten í Noregi til þess að kafa með og mynda háhyrninga. Þrátt fyrir að hann hefði enga köfunarreynslu ákvað hann að slá til. Hann var feginn þegar að aðstæður reyndust of erfiðar til þess að kafa með háhyrningunum og ákvað í staðinn að skrásetja lífið í Lofoten, þar sem fólk stundar sjósund og brimbrettaiðkun af kappi. Þar má einnig finna haferni sem Ragnar segir að hafi tignarlega og hættulega áru. Hann ákvað engu að síður að reyna að ná mynd af einum haferninum.

8862
05:00

Vinsælt í flokknum RAX Augnablik