Stjörnubíó - Picard

Nýjasta Star Trek serían hefur nú hafið göngu sína á Amazon Prime en það er kafteinninn af Enterprise úr Star Trek: The Next Generation, Jean-Luc Picard, sem fer fyrir þáttaröðinni sem heitir í sköllótt höfuðið á honum. Þess má geta að Star Trek: The Next Generation var sýnt á síðkvöldum á Sýn en í kjölfarið var ávallt erótísk mynd. Því má ætla að ýmsir hafi orðið Star Trek aðdáendur á meðan þeir biðu eftir erótíkinni. Þrír þættir af Picard hafa nú þegar komið fyrir augu almennings en Heiðar Sumarliðason og Hrafnkell Stefánsson ræddu hvernig þeim líst á, en létu þó erótísku myndirnar eiga sig...að þessu sinni. Te og kaffi býður upp á Stjörnubíó alla sunnudaga klukkan 12:00 á X977.

570
15:37

Vinsælt í flokknum Stjörnubíó

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.