Borgríki - Löggur og bófar á gráu svæði

Vísir frumsýnir hér nýjan þátt um gerð myndarinnar Borgríki. Að þessu sinni er kafað í persónusköpun myndarinnar og helstu leikarar og handritshöfundar teknir tali.

„Þó við séum að vinna með heim lögreglunnar og undirheima eru persónurnar ekki jafn svarthvítar og löggur og bófar eru oft. Það sem löggurnar gera er ekki endilega rétt og það sem bófarnir gera er ekki endilega rangt,“ útskýrir Hrafnkell Stefánsson, meðhöfundur að handriti myndarinnar.

Ingvar E. Sigurðsson leikur Gunnar Gunnarsson undirheimakonung og segir hann reyna eftir fremsta megni að afsala sér völdum. Ágústa Eva leikur lögreglukonuna Andreu, harða og vaska konu sem veður í hlutina. Siggi Sigurjóns segist vonast til að sýna nýja hlið á sér sem leikari og tekur fram að leikhópur myndarinnar sé mjög litríkur og þeir ófaglærðu hafi oft tekið vönu leikarana í bólinu við gerð myndarinnar.

7960
05:01

Næst í spilun: Íslenskar kvikmyndir

Vinsælt í flokknum Íslenskar kvikmyndir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.