Borgríki

Vísir frumsýnir hér glænýtt sýnishorn úr harðsoðna glæpatryllinum Borgríki. Myndin verður frumsýnd í kvikmyndahúsum 14. október.

Þetta er nútíma glæpasaga í reykvískum raunveruleika. Serbneskur bifvélavirki missir ófætt barn sitt í árás þegar meðlimir íslensks glæpahrings ráðast inn á heimili hans. Í hefndaraðgerðum sínum gegn þeim tvinnast örlög hans saman við lögreglukonu sem ýtt er út á ystu nöf, spilltan yfirmann hennar í fíkniefnadeild lögreglunnar og glæpakóng sem er að missa tökin á veldi sínu.

Leikstjóri Borgríkis er Olaf de Fleur en hann framleiðir hana einnig ásamt Kristínu Andreu Þórðardóttur. Ingvar E. Sigurðsson er yfirframleiðandi myndarinnar og fer með eitt helsta hlutverkið. Ágústa Eva Erlendsdóttir, Sigurður Sigurjónsson og Zlatko Krickic fara með önnur helstu hlutverk ásamt fleirum af þekktustu leikurum landsins.

Myndin verður sýnd í Laugarásbíó, Smárabíó og Háskólabíó ásamt Borgarbíó Akureyri og fleiri kvikmyndahúsum á landsbyggðinni. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu myndarinnar, borgriki.is.

8420
00:51

Næst í spilun: Íslenskar kvikmyndir

Vinsælt í flokknum Íslenskar kvikmyndir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.