Svanurinn - sýnishorn
Kvikmyndin Svanurinn er byggð á samnefndri verðlaunaskáldsögu eftir Guðberg Bergsson. Svanurinn fjallar um níu ára stúlku sem send er í sveit og lendir þar í aðstæðum sem hún á í basli við að kljást við, þó hún sé sjálfstæð og hugmyndarík. Ása Helga Hjörleifsdóttir er handritshöfundur og leikstjóri myndarinnar. Gríma Valsdóttir leikur stúlkuna en önnur aðalhlutverk leika Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Ingvar E. Sigurðarson og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Birgitta Björnsdóttir og Hlín Jóhannesdóttir eru aðalframleiðendur Svansins en myndin er þriggja landa samframleiðsla milli Íslands, Þýskalands og Eistlands. Kvikmyndin Svanurinn verður frumsýnd á Íslandi í 5. janúar 2018.
 
                                                         
                                                         
                                                         
                                                         
                                                         
                                                         
                                                         
                                                         
                                                         
                                                         
                                                         
                                                         
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                     
                                                     
                                                     
                                                     
                                                     
                                                     
                                                     
                                                     
                                                     
                                                     
                                                     
                                                     
                                                     
                                                     
                                                     
                                                     
                                                     
                                                     
                                                     
                                                     
                                                    