Vetrarbræður - sýnishorn

Vetrarbræður eftir Hlyn Pálmason segir frá tveimur bræðrum sem búa í einangraðri verkamannabyggð. Yngri bróðirinn lendir í ofbeldisfullum deilum við vinnufélaga sína þegar heimabrugg hans er talið ástæða þess að maður liggur við dauðans dyr. Stigmagnandi útskúfun hans í framhaldi þess reynir á samstöðu bræðranna en þegar eldri bróðirinn virðist hafa unnið ástir draumastúlku þess yngri fer óhefluð atburðarás af stað. Með helstu hlutverk fara Elliott Crosset Hove, Simon Sears, Lars Mikkelsen (House of Cards) og Victoria Carmen Sonne. Myndin verður frumsýnd á Íslandi sem opnunarmynd RIFF þann 28. september. Í beinu framhaldi af því fer hún í almennar sýningar í Bíó Paradís.

1739

Vinsælt í flokknum Íslenskar kvikmyndir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.