Golfskóli Birgis Leifs: Hvernig á slá boltann í sveig frá vinstri til hægri?

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur, er með mörg högg í „pokahorninu“ og í þessu atriði sýnir hann hvernig hann ber sig að þegar hann slær boltann í sveig frá vinstri til hægri. Þetta boltaflug er oftast kallað „feid“ eða „slæs“ á meðal kylfinga. Með einföldum hætti útskýrir Birgir Leifur hvernig á að slá þetta högg sem margir kylfingar nota þegar þeir vilja láta boltann lenda mjúklega á flöt eða slá framhjá hættum. Birgir fer einnig í gegnum það hvernig best er að slá boltann í sveig frá hægri til vinstri, draghögg og „húkk“.

3619
03:38

Vinsælt í flokknum Golf

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.