Kvöldfréttir Stöðvar 2: Haldinn barnagirnd - „það helltist yfir mig þessi löngun“

Hann er haldinn barnagirnd, hefur komist býsna nálægt því að brjóta gegn barni en hefur aldrei látið verða að því. Aðspurður segir hann það vera fyrir Guðs lukku og þá fullvissu að samfélagið hefði útskúfað honum ef upp kæmist um glæpinn. Í dag gerir hann sér grein fyrir því að fyrst og síðast skiptir máli að börnin séu örugg. Við köllum hann Jón og hann samþykkti að veita fréttastofu viðtal í gegnum Facebook um kynferðislegar langanir gagnvart börnum. Jón leitaði sér hjálpar fyrir um það bil ári síðan og hefur síðan verið í meðferð við barnagirnd. Sálfræðingur mannsins, Anna Kristín Newton, segir að meðferð við barnagirnd geti skilað árangri og hvetur aðra í sömu sporum að leita sér hjálpar. Hægt sé að brjótast út úr hugsanaskekkjunni með aðstoð fagfólks. Ítarlega verður rætt við Jón og Önnu Kristínu í kvöldfréttum Stöðvar 2, sem hefjast á slaginu 18.30, að vanda.

1661
00:55

Vinsælt í flokknum Fréttir