Í Bítið: Nýtt neyðarblys í þróun

Karl Daníel Magnússon og Sandra Ósk Magnúsdóttir eru í hópi nemenda við Háskólann í Reykjavík. Þessa dagana eru þau að vinna í áfanga sem heitir Nýsköpun og stofnun fyrirtækja. Þau vinna í hugmynd sem snýst um að auka öryggi fólks í neyð. Þau hafa fengið hugmynd að neyðarblysi sem sendir frá sér neyðarboð til viðeigandi aðila með uppl. um staðsetningu og eiganda blyssins. Þetta er í raun tækni sem er til í dag en útfærð á nýjan og betri hátt.

2016
05:53

Næst í spilun: Bítið

Vinsælt í flokknum Bítið