Varð ólétt í áttunda bekk - „Þetta var bara þaggað niður“

Um 150 íslenskar stúlkur undir 19 ára eignast börn á hverju ári en allt frá seinna stríði hafa unglingaþunganir verið mun algengari á Íslandi en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Þunganir unglingsstúlkna eru í vestrænum heimi taldar hafa neikvæðar félags- og efnahagslegar afleiðingar, en einhverra hluta vegna hafa þær ekki verið skilgreindar sem félagslegt vandamál hér á landi.

11659
00:47

Vinsælt í flokknum Brestir