Berjast fyrir malbiki og sundlaug

Ef vegurinn heim að húsi manns er ekki malbikaður – er þá ekki best að koma sér í sveitarstjórn til að kippa málinu í liðinn? Þannig byrjaði framboðið Betra Sigtún – sem vill að Sigtún verði malbikað eins og aðrar götur Vopnafjarðar. Niðurstaðan er nýtt framboð fullt af ungu fólki sem vill láta til sín taka í hreppspólitíkinni. Bæjarbúar segja að það vanti íbúðir fyrir ungt fólk, þeir vilja halda sundlauginni sinni opinni allan sólarhringinn eins og verið hefur í 64 ár og fjölbreyttari atvinnu svo unga fólkið vilji snúa heim eftir nám.

2475
10:38

Vinsælt í flokknum Kosningar