Bruni í Iðufelli

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um eld í íbúð við Iðufell 10 rétt fyrir miðnætti í gær. Sem sjá má á þessum myndum er íbúðin afar illa farinn eftir eld og reyk og allt innbú ónýtt hér í stofunni. Eigandi íbúðarinnar heitir Halldór Gunnarsson, en dóttir hans hefur búið í íbúðinni undanfarið. Hún hefur þjáðst af geðsjúkdómi um árabil og Halldór segist ekki geta lengur orða bundist eftir atburði gærkvöldsins um úrræðaleysi sem aðstandendur geðsjúkra standa frammi fyrir.

4370
00:29

Vinsælt í flokknum Fréttir