Aron fer nokkrum sinnum til sjúkraþjálfara á dag
Aron Pálmarsson tók því frekar rólega á æfingu landsliðsins í gær og var aðallega í meðferð hjá sjúkraþjálfara. Hann er bæði slæmur í hné og ökkla. Það er ekkert sérstaklega gott þegar aðeins einn hvíldardagur er á milli leikja á EM.