Á fullu gazi - Ráðhermann vs. Bruhm Bruhm Sticks

Fyrsta eiginlega viðureignin í rallíkrosskeppni bílaþáttarins Á fullu gazi á Stöð 2 var sýnd í gærkvöldi. Þar áttust við Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra og knattspyrnukappinn Hermann Hreiðarsson gegn Björku Eiðsdóttur ritstjóra og Kormáki Geirharðssyni kaupmanni og kráareiganda. Þrælspennandi keppni varð þeirra á milli og þurfti úrslitaviðureign til að útkljá úrslitin og finna út hvort parið næði í undanúrslit í keppninni. Í næstu þremur þáttum klárast undanrásir í keppninni. Svo taka við undanúrslit í 6. og 7. þætti og úrslitarimman verður svo sýnd í 8. og síðasta þætti þessarar þáttaraðar.

7159
10:22

Vinsælt í flokknum Á fullu gazi

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.