Meistaramánuður - 3. þáttur

Í þriðja þætti Meistaramánaðar á Stöð 2 er meðal annars fjallað um mistök Íslendinga í mataræði. Steinar B. Aðalbjörnsson næringarfræðingur og Axel F. Sigurðsson hjartalæknir ræða málið en þeir eru sérfræðingar í því að leiðbeina fólki með mataræði. Baldur Kristjáns ljósmyndari segir frá mistökum sem hann gerði í fyrri Meistaramánuði. Steindór rekur skemmtistaðinn Harlem um helgar en virku dögunum eyðir hann í fjármálaráðuneytinu þar sem hann starfar sem sérfræðingur. Atli og Ása settu sér nokkur markmið fyrir mánuðinn. Atla hefur ekki gengið vel fyrir mánuðinn en Ása samdi dansverkið Home Alone sem hún flytur í þættinum. Sollu í Gló sýnir síðan þegar hún býr til öflugan próteinsjeik í enda þáttarins.

4124

Vinsælt í flokknum Meistaramánuður

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.