Kurteist fólk

Vísir frumsýnir hér nýtt sýnishorn úr grínmyndinni Kurteist fólk. Myndin er eftir Ólaf Jóhannesson og verður frumsýnd 31. mars. Stefán Karl Stefánsson leikur aðalhlutverkið, óhæfa verkfræðinginn Lárus. Hann lýgur sig inn í samfélagið á Búðardal og þykist geta komið sláturhúsinu þar í gang á ný. En óafvitandi gengur hann inn í litla heimsstyrjöld sem ríkir í einkalífi íbúa og pólitík bæjarfélagsins. Fjölmargir skemmtilegir leikarar fara á kostum í myndinni, meðal annarra Eggert Þorleifsson, Hilmir Snær, Ágústa Eva, Ragnhildur Steinunn og Halldóra Geirharðs.

16657
01:50

Næst í spilun: Íslenskar kvikmyndir

Vinsælt í flokknum Íslenskar kvikmyndir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.