Boltinn: Kjartan Henry: "Hætta á að ég spili ekkert næsta sumar"

Kjartan Henry Finnbogason, knattspyrnumaður úr KR hefur ekki enn jafnað sig af þeim meiðslum sem hann varð fyrir í upphafi síðasta tímabils. Kjartan fór á endanum í aðgerð á hné en nú, tæpu hálfu ári síðar, virðist batinn fjarlægur. Kjartan sagði í Boltanum í morgun að svo gæti farið að hann þurfi í aðra aðgerð og þá mun hann fylgjast með Íslandsmótinu í fótbolta frá hliðarlínunni næsta sumar. Kjartan er þó bjartsýnn og hefur ekki gefið upp alla von að ná bata í tæka tíð.

2497
09:13

Vinsælt í flokknum Boltinn

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.