Vigdís Finnbogadóttir les fyrir börnin

Börn skilja ekki fjölda orða sem notuð voru í daglegu tali á seinnihluta síðustu aldar og foreldrar þeirra eru aldir upp við. Orð á borð við að skæla og mæla og ýmis máltæki, eins og að sitja við sinn keip, eru hægt og rólega að hverfa úr daglegu máli. Þetta segir Vigdís Finnbogadóttir, verndari Barnaheilla - Save the Children á Íslandi, sem las fyrir börn á 140 ára afmæli Eymundsson verslananna á dögunum. Hún ræddi meðal annars við fullorðna fólkið um mikilvægi þess að kynna ungu kynslóðina fyrir þeim orðum sem eru í barnasögum á borð við Búkollu og Hans Klaufa.

951
01:29

Vinsælt í flokknum Fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.