Neyðarlínan - Uppreimaðir gönguskór kostuðu hann nærri lífið

„Menn geta prófað að láta handlegginn ofan í ísvatn og halda honum þar í dálítinn tíma. Þá fara þeir að finna þessa verki, þetta eru ofboðslegar kvalir,“ segir Ingibergur G. Þorvaldsson annar skipverja á bátnum Anítu Líf sem sökk á örskammri stundu, rétt utan við Akurey á Sundunum við Reykjavík í mars á síðasta ári. Sjávarhiti var þá aðeins 2°C og Ingibergur náði ekki að komast í lífgalla líkt og félagi hans, Magnús Árni Gunnlaugsson. Ótrúlegt má teljast að þeir hafi báðir lifað þrekraunina af, en Ingibergur segir það nærri hafa kostað hann lífið að hann var í uppreimuðum gönguskóm. Það tók hann um 20 sekúndur að komast úr þeim til að reyna að komast í lífgallann. Áður en hann náði því fór báturinn á hliðina og hann kastaðist út í sjó. Sagan af sjóslysinu verður tekin fyrir í sjöunda þætti af Neyðarlínunni, en þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 20.10.

15013
01:07

Vinsælt í flokknum Neyðarlínan