Una - ný íslensk draugaspennusaga

Sýnishorn fyrir nýjustu bók rithöfundarins Óttars Norðfjörðs. Sýnishorn á borð við þetta tíðkast erlendis fyrir nýjar bækur höfunda á borð við Jo Nesbö og John Grisham. En þetta er fyrsta sýnishorn þessarar tegundar sem gert hefur verið á Íslandi. Leikstjóri er Kristján Kristjánsson og leikkonan er Sunna Guðmundsdóttir. Draugaspennusagan Una segir frá því þegar fimm ára gamall drengur hverfur í skyndilegum snjóbyl á íslenskum haustdegi. Brátt er hann talinn af. Una móðir hans er á öðru máli. Hún heldur áfram leitinni að syni sínum. En þegar röð dularfullra vísbendinga berast henni veit Una ekki lengur hvort hún sé komin á slóðir drengsins - eða hvort hún er að missa vitið.

9880
01:25

Næst í spilun: Íslenskar kvikmyndir

Vinsælt í flokknum Íslenskar kvikmyndir