Nadia - Passaðu þig

Nadia boðar til byltingar í rappheimum á Íslandi. Hún er að senda frá sér sitt fyrsta lag þar sem hún beinir því til rappara sem ala á kvenfyrirlitningu, að passa sig. Nýlega fékk hún til liðs við sig Redd lights, Alvíu og leikstjórann Eilíf Örn Þrastarson til að gera ögrandi myndband við ekki síður ögrandi textann, sem hún samdi sjálf, við rapplagið „Passaðu þig."

„Textinn er í raun bara eitt stórt fokk-jú-merki til allra rapparanna sem hafa verið að rappa um konur og hlutgera þær og vera með kvenfyrirlitningu í textunum sínum," segir Nadia, sem hefur jafnan mörg járn í eldinum, er Íslandsmeistari í magadansi, uppistandari og barþjónn. Henni finnst rappsenan vera of karllæg. „Það er bara svo rosalega mikið sem gengur út á að reykja gras, ríða stelpum og í raun bara hlutgera þær þannig, að bara tala um einn líkamspart af þeim, og þannig er þetta líka í myndböndunum," segir hún. Meðal áhrifavalda Nadiu er hin umdeilda MIA, söngkonan Lauryn Hill og hin íslenska Cell 7 sem margir þekkja betur sem Rögnu úr Subterranean.

Hún hefur lengi hlustað á rapp en blöskrar margir rapptextar. „Þetta byrjaði þannig að ég fékk lánaðan iPod hjá 15 ára stelpu. Hún var með fullt af íslensku rappi og mér hreinlega blöskraði svolítið við að hlusta á textana, og að það séu fimmtán ára krakkar, og jafnvel yngri, sem eru að hlusta á þetta," segir Nadia. „Menningin elur líka upp börn". Henni finnst mikilvægt að tónlistarmenn sýni ábyrgð. „Þessir rapparar koma oft fram og segja að þeir séu ekki að ala upp börnin, foreldrarnir geri það. Mér finnst samt að það eigi að taka einhverja ábyrgð því poppmenning er svo áhrifarmikil. Menningin elur líka upp börn," segir hún.

92187
04:00

Vinsælt í flokknum Tónlist

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.