Betri helmingurinn með Ása - Sóli Hólm og Viktoría Hermanns

Í þessum þætti átti ég alveg hreint stórskemmtilegt spjall við stórskemmtilegt fólk sem höfðu frá miklu áhugaverðu og skemmtilegu að segja, þau Sólmund Hólm, eða Sóla eins og hann er oftast kallaður og unnustu hans, Viktoríu Hermannsdóttur. Þau Sóli og Viktoría sitja ekki auðum höndum og hafa undanfarin ár getið sér gott orð hvort á sínu sviði en Sóli er grínisti, eftirherma og vinsæll skemmtikraftur og er um þessar mundir með vetrarsýninguna sína í gangi í Bæjarbíói, Loksins Eftirhermur, á meðan Viktoría er fjölmiðlakona með meiru og hefur starfað hjá Rúv undanfarin ár en fóru þættirnir hennar Hvunndagshetjur í loftið í janúar og óhætt að segja að þeir hafi slegið rækilega í gegn. Sóli og Viktoría hafa verið saman síðan árið 2016 og má með sanni segja að það sé ávalt líf og fjör í kringum þau en samtals eiga þau fimm börn og hefur lífið kastað í þau hinum ýmsu þrautum sem þau hafa gengið í gegnum saman með jákvæðni og dass af “þetta reddast” að vopni. Í þessu geggjaða spjalli fórum við um víðan völl og ræddum meðal annars lífið hjá sjö manna fjölskyldu í vesturbænum & stjúpforeldrahlutverkið, fasteignakaup og krabbameinsgreiningu eftir einungis 9 mánaða samband, andlitsblindu, skemmtibransann, eldamennsku Viktoríu og margt fleira ásamt því að það vantaði heldur betur ekki upp á kostuglegar sögur úr þeirra sambandstíð, þar á meðal miklar hrakfarir á leið í kaupsamning.

922
01:32

Vinsælt í flokknum Betri helmingurinn með Ása