Víkingur getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn um helgina
Víkingur getur um helgina tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu í fyrsta skipti í þrjátíu ár. Uppselt er á leikinn, en Víkingar hafa bætt við þrjúhundruð miðum þar sem færri komast að en vilja.