Ísland í dag - Áhrif veðurs á geðheilsuna

Vala Matt fór í leiðangur og hitti nokkra skemmtilega einstaklinga sem öll hver á sinn máta hafa pælt í áhrifum veðursins á okkur. Ásdís Olsen doktorsnemi er þekkt fyrir meðal annars kennslu í núvitund og við spurðum hvernig núvitundin getur hjálpað okkur að takast á við endalaust leiðinlegt veður. Umhverfissálfræðingurinn Páll Jakob Líndal hefur rannsakað áhrif veðurs á geðheilsu landsmanna. Og listahjónin Vilborg Halldórsdóttir leikkona og Helgi Björns tónlistarmaður sömdu frægasta lag landsins þar sem fjallað er um veður, lagið "Húsið og ég (mér finnst rigningin góð)". Kannski má segja að vinsældir lagsins segi allt sem segja þarf um okkur Íslendinga, hvernig við tökumst á við oft á tíðum leiðindaveður á þessu landi.

566
12:06

Vinsælt í flokknum Ísland í dag

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.