Kettir enn að drepast í Hveragerði
Kettir halda áfram að drepast í Hveragerði án nokkurra skýringa en helst dettur mönnum í hug að kettirnir drepist af völdum frostlögs. Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir að svæðið verði kortlagt þar sem kettir hafa drepist til að komast til botns í málinu.