Stokkið í eldinn 29. júní.
Dauði og djöfull í forstofu landsmanna en einnig ljúfir, lífrænir og grúví tónar svifu yfir vötnum og annar þáttastjórnandi var í þann mund að hlaupa inn á baðherbergi til að æla. Engar ýkjur hér. Svona er sýningabransinn. Föstu liðirnir fóru flestir hverjir í þakrennuna fyrir ofan hljóðverið en það stoppaði þungarokksbræðurna ekki í að spila gommu af nýju og spennandi efni og íslenski armurinn var áberandi sem fyrr. Birkir Fjalar & Smári Tarfur stökkva í eldinn og gefa hér- og erlendu þungarokki byr undir báða vængi á X- 977 í beinni tengingu við samnefnt djúpköfunarhlaðvarp sem finna má á öllum helstu streymisveitum og smáforritum.