CS Nostalgían - NeF valtar yfir VON

Vísir og Andri Freyr Ríkarðsson sýna að þessu sinni viðureign milli NeF og VON í kortinu Clan2_fire, sem síðar varð Cpl_fire. Kortið var ekki spilað eins mikið líkt og þau sem við höfum áður sýnt og þurfa eflaust margir að gefa sér tíma í að rifja það upp. Fire var samt sem áður spilað á öllum stóru mótaröðunum erlendis. Þar á meðal CAL, WCG og að sjálfsögðu á CPL. Stærsta rafíþróttamót Íslands í áraraðir, Skjálfti, tók það einnig inn í kortahring sinn á sínum tíma. Þeir allra hörðustu ættu því að þekkja hvern krók og kima. Liðin NeF og VON voru í sama riðli á Skjálfta 4 | 2002 og mættust í kortinu umtalaða. Liðsmenn NeF voru greinilega kunnugri staðháttum því þeir hreinlega völtuðu yfir VON í þessari viðureign. Liðsmenn NeF: Azazel, Sicko, SkaveN, $kyline, SnoZ. Liðsmenn VON: Dust Puppy, Elec, Heruli, Weird Al, Xalatan. Athugið að síðasta lota fyrri hálfleiks vantar.

958
38:07

Vinsælt í flokknum Rafíþróttir