Tveir bretar dæmdir til dauða af óviðurkenndum dómstóli í Donbas

Tveir breskir karlmenn voru í dag dæmdir til dauða fyrir óviðurkenndum dómstóli aðskilnaðarsinna í Donbas. Mennirnir voru teknir til fanga í Maríupol þar sem þeir börðust við hlið úkraínska hersins. Dómurinn sem er sagður ólögmætur hefur verið harðlega gagnrýndur í Bretlandi. Mönnunum var gefið að sök að hafa tekið þátt í hryðjuverkastarfsemi en Rússar eru grunaðir um að ætla nota mennina í möguleg fangaskipti.

1005
00:45

Vinsælt í flokknum Fréttir