Linda Hamilton hefur reykt 200.000 sígarettur síðan Terminator 2

Terminatorserían er til umfjöllunar í útvarpsþættinum Stjörnubíó en Dark Fate, sjötta myndin um tortímandann þrautseiga var að koma í kvikmyndahús. Stórreykingakonan Linda Hamilton snýr aftur í fyrsta skipti síðan Terminator 2: Judgment Day í hlutverki Söru Connor. James Cameron er líka viðriðinn í fyrsta sinn síðan 1991 en nú sem framleiðandi, hann er einnig er skrifaður fyrir söguhugmyndinni sem handritið byggir á. Hér er hægt að hlýða á stytta útgáfu af þættinum þar sem búið er að klippa út tónlist og inngangsblaður. Heiðar Sumarliðason stýrir þættinum að vanda, þó með hálsbólgu að þessu sinni. Gestir hans eru Hrafnkell Stefánsson og Bryndís Ósk Ingvarsdóttir. Te og kaffi býður upp á Stjörnubíó alla sunnudaga klukkan 12:00 á X977.

943
51:11

Vinsælt í flokknum Stjörnubíó

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.