Þrjú kórónuveirusmit greindust við landamæraskimun í gær

Þrjú kórónuveirusmit greindust við landamæraskimun í gær. Þar af reyndist einn vera með mótefni en beðið er eftir niðurstöðum mótefnamælingar hinna tveggja samkvæmt upplýsingum á covid.is. Alls voru tekin hátt í átján hundruð sýni á landamærum í gær og ríflega 150 á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, en ekkert nýtt innanlandssmit greindist í gær. Alls eru nú sextán í einangrun vegna covid-19 og tvöhundruð sjötíu og fjórir eru í sóttkví.

23
01:55

Vinsælt í flokknum Fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.