„Age of Ultron er það sem í gamla daga var kallað algjör della“

Heiðar Sumarliðason og Hrafnkell Stefánsson hita upp fyrir frumsýningu Avengers Endgame. Heiðar hafði fyrir viku ekki séð neina af Avengers myndunum (enda fullorðinn) og þarf því sem gestgjafi kvikmyndaþáttar að kynna sér um hvað fárið snýst. Eitthvað fer Age of Ultron öfugt ofan í hann, á meðan hann er hrifnari af Captain America myndunum. Hrafnkell, sem er Avengers sérfræðingur, sýnir stóíska ró að vanda og aðstoðar Heiðar við að feta sig í gegnum Marvel frumskóginn. Sjáandi leiðir blindan og haltan. Þeir munu svo dæma nýju Avengers myndina í Stjörnubíói á X977 n.k. sunnudag kl 12:00.

779
25:45

Vinsælt í flokknum Stjörnubíó