Magnús Orri hlaut Hvataverðlaun ÍF
Magnús Orri Arnarson, kvikmyndagerðarmaður, hlaut Hvataverðlaun Íþróttasambands fatlaðra árið 2025 í gær. Verðlaunin komu Magnúsi á óvart en hann var að vinna sem verktaki á verðlaunaathöfninni, grunlaus um að hann yrði kallaður upp og veitt þessi viðurkenning.