Erna Hrönn: Mikilvægt að eiga lög sem henta hverju tímabili
Júlí Heiðar og Dísa hafa í nógu að snúast hvort sem það er í vinnu eða fjölskyldulífinu og nú eru komin út tvö glæný jólalög með músíkalska parinu. Júlí kíkti í skemmtilegt spjall og sagði meðal annars frá nýju hlaðvarpi sem fór í loftið í vikunni og leyfði hlustendum að heyra jólalögin tvö sem eru afar ólík og frábær viðbót í jólalagaflóruna.