Tyrkneskir hermenn tóku níu almenna borgara af lífi í gær

Hermenn studdir af tyrkneskum yfirvöldum leiða nú árásir inn í sýrlenskar landamæraborgir og bæi með landvinninga fyrir augum. Einn slíkur hópur tók níu almenna borgara af lífi í gær. Meðal þeirra var 35 ára kúrdísk stjórnmálakona og bílstjóri hennar. Myndband af aftökunni, tekið upp af þeim sem myrti þau, sýnir þegar þau ásamt fleira fólki, eru skotin við kant hraðbrautar. Bifreiðar borgaranna voru stöðvaðar við landamæri Sýrlands og Tyrklands. Í myndbandinu má einnig heyra vígamennina hreyta ókvæðisorðum að fólkinu. Bandarísk yfirvöld hafa staðfest að upptökur af aftökunum eru ósviknar. Myndbandsupptökurnar hafa vakið sterk viðbrögð þeirra sem saka Tyrki um tilraunir til þjóðernishreinsana á Kúrdum.

13
00:45

Næst í spilun: Fréttir

Vinsælt í flokknum Fréttir