Ísland í dag - Djúpsteiktir villtir fíflar eru lostæti!

Hver myndi trúa því að djúpsteiktir og einnig steiktir fíflahausar væru algjört lostæti. Auður I. Ottesen garðyrkjumeistari og útgefandi tímaritsins Sumarhúsið og garðurinn nýtir ýmsar villtar jurtir og blóm úr garðinum og úr móanum fyrir utan Selfoss til þess að búa til dýrindis rétti. Auður hefur í gegnum árin sýnt okkur í Íslandi í dag ýmsar óhefðbundnar leiðir til ræktunar og skreytinga fyrir garðana og svalirnar. Og að þessu sinni sýnir hún okkur hvernig fíflar beint úr garðinum eru óhemju bragðgóðir bæði steiktir og einnig djúpsteiktir sem er algjör snilld. Vala Matt fór og kynnti sér þessar nýstárlegu uppskriftir og þar kom ýmislegt skemmtilegt í ljós.

5425
12:30

Vinsælt í flokknum Ísland í dag

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.