Kvikmyndaveisla á Hverfisgötu. Bíbí og Björn ræddu síðasta bíótekið í vetur

Bíótekið verður með síðustu sýningar þessa vetrarprógramms í Bíó Paradís, sunnudaginn 21. apríl. Þá verða sýndar þrjár kvikmyndir. Sú fyrsta klukkan 14:30. Kvikmynd úr smiðju Werner Herzog, Fitzcarraldo (1982). Um kaldrifjaðan óperuunnanda í frumskógi Perú. Þar á eftir, 17:30 er íslenski sálfræðilegi spennutryllirinn Morðsaga (1977) eftir Reyni Oddsson. Og að lokum; 19:30. Heimildamynd um hljómsveitina Ham eftir Þorkel Harðarson, Örn Marino Arnarson og Þorgeir Guðmundsson. Ham, lifandi dauðir (2001).  Eftir síðustu sýninguna Ham, lifandi dauðir verður spurt og svarað með þeim Hamliðum, Óttarri Proppé og Birni Blöndal og í kjölfar þess boðið upp á léttar veitingar.

87
18:31

Næst í spilun: Addi

Vinsælt í flokknum Addi