Ísland í dag - Kjaftæði að þeir sem neyta eiturlyfja komi frá verri heimilum

"Það er kjaftæði að þeir sem prófa eiturlyf komi bara frá verri heimilum. Það er einnig staðreynd að þeir sem neyta eiturlyfja eru oftast að selja þau líka." Þetta segja framleiðendur Óminnis sem fer í loftið á Stöð 2 í september. Þau eru öll nýskriðin yfir tvítugt, byrjuðu öll að fikta á unglingsárum, náðu að hætta áður en vandamálið varð of stórt en þekkja þennan heim betur en flestir. "Þetta er dekkri og ljótari veröld en flesta grunar og ofbeldi, í öllum myndum, er daglegt brauð." Við heyrum sögu þeirra í Íslandi í dag, sjáum brot úr þáttunum og hvetjum fólk til að horfa með unglingunum sínum.

8963
10:58

Vinsælt í flokknum Ísland í dag

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.