Betri helmingurinn með Ása - Lína Birgitta og Gummi Kíró

Í þessum þætti átti ég stórskemmtilegt spjall við ofur-parið Línu Birgittu Sigurðardóttur og Guðmund Birki Pálmason, eða Gumma Kíró eins og hann er gjarnan kallaður. Lína og Gummi hafa verið áberandi undanfarin ár bæði saman og í sitthvoru lagi en Lína er meðal annars athafnakona með meiru, áhrifavaldur og rekur sitt eigið fyrirtæki, Define the Line, þar sem hún selur íþróttafatnað og kósýföt sem hafa slegið rækilega í gegn. Gummi er afar vinsæll kírópraktor og er eigandi Kírópraktorstöðvar Reykjarvíkur sem hann stofnaði árið 2017 ásamt því að vera duglegur að deila ýmsu áhugaverðu og skemmtilegu á samfélagsmiðlum tengt kírópraktík, heilsu, tísku og allt þar á milli. Lína og Gummi eru afar samrýnd og hafa verið saman nánast upp á dag síðan Gummi bauð Línu á fyrsta stefnumótið en þau segja einmitt skemmtilega sögu frá fyrsta stefnumótinu í þættinum. Þá fórum við um víðan völl og spjölluðum meðal annars um samfélagsmiðlana, slúðursögur, stjúpforeldra-hlutverkið og hvernig það var fyrir Línu að stíga inn í það hlutverk, ferðalög, heilsu og allt þar á milli. Þá er þátturinn stútfullur af geggjuðum sögum úr þeirra sambandstíð.

520
01:27

Vinsælt í flokknum Betri helmingurinn með Ása

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.