50 ár frá gosi - Edda Andrésdóttir og Páll Magnússon

Hálf öld er liðin frá Heimaeyjargosinu sem hófst aðfaranótt þriðjudagsins 23. janúar 1973. Fjallað var um þetta fyrsta eldgos sem hófst í byggð á Íslandi í þættinum 50 ár frá gosi á Bylgjunni sunnudaginn 22. janúar 2023. Í þættinum spjallaði Sighvatur Jónsson við Eddu Andrésdóttur og Pál Magnússon um gosið. Fjölmiðlafólkið Edda og Páll eru bæði frá Eyjum og þekkja sögu Heimaeyjargossins vel. Edda var á vettvangi sem blaðamaður fyrir Vísi og Páll stýrði traktorsgröfu við hreinsunarstörf eftir að gosinu lauk sumarið 1973. Meðal viðmælenda Eddu í gosinu var Magnús Magnússon bæjarstjóri í Eyjum, faðir Páls.

1598
54:12

Vinsælt í flokknum Bylgjan