Fjögur smit í gær

Fjórir greindust með kórónuveiruna í gær og af þeim voru tveir í sóttkví. Sóttvarnalæknir hvatti alla þá sem eru með minnstu einkenni að fara í sýnatöku á upplýsingafundi í dag. Minna álag á heilbrigðiskerfið sé gleðiefni og allt líti út fyrir að hægt verði að aflétta samkomutakmörkunum fyrir jól, þó í litlum skrefum. Fjölskyldur ættu að geta haldið gleðileg jól saman.

17
00:45

Vinsælt í flokknum Fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.